Bjarni fordæmir árásina á Frederiksen

Bjarni sendir Mette Frederiksen kveðjur en hún var slegin úti …
Bjarni sendir Mette Frederiksen kveðjur en hún var slegin úti á götu í Kaupmannahöfn í dag. Samsett mynd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sent Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, samúðarkveðjur vegna árásarinnar sem hún varð fyrir fyrr í dag. 

Bjarni skrifar á X, áður Twitter, að Norðurlöndin séu þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og lýðræðisleg gildi. 

„Árás á lýðræðislega kjörinn stjórnmálamann er óásættanleg. Við verðum öll að standa saman til að verja okkar sameiginlegu gildi,“ skrifar Bjarni á dönsku. mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert