Dómur yfir Hrannari þyngdur í 10 ár

Landsréttur ákvað að dómur héraðsdóms skyldi vera óraskaður um upptöku, …
Landsréttur ákvað að dómur héraðsdóms skyldi vera óraskaður um upptöku, kröfur einkaréttarkröfuhafa og sakarkostnað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrannar Fossberg Viðarsson var í Landsrétti í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið mann og konu á bíla­plani með skamm­byssu þann 10. fe­brú­ar 2022 við Þórðarsveig í Grafar­holti. Einnig er Hrann­ari gert að greiða fólk­inu miska­bæt­ur.

Hrannar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur, en hann áfrýjaði dómnum, og var því um töluverða þyngingu á dómnum að ræða.

Landsréttur ákvað að dómur héraðsdóms skyldi vera óraskaður um upptöku, kröfur einkaréttarkröfuhafa og sakarkostnað.

Hrannari er gert að greiða konunni miskabætur að fjárhæð 3.308.434 krónur og manninum miskabætur að fjárhæð 1.200.000 króna

Þá er Hrannari gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 2.857.366 krónur, þar meðtalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, og þóknun réttargæslumanna brotaþola, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, og Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns.

Skaut „óvin“ sinn til 8 ára

Við aðalmeðferð í héraði þóttu máls­at­vik skýr í meg­in­drátt­um. Þannig skaut Hrann­ar mann sem hann kallaði „óvin“ sinn til 8 ára á bíla­plani við Þórðarsveig í Grafar­holti.

Hrann­ar hafði lagt bíl sín­um fyr­ir fram­an heim­ili kon­unn­ar, sem er fyrr­ver­andi kær­asta hans, á milli 3-4 um nótt­ina.

Var bíll­inn kyrr­stæður í bíla­stæði þegar inn á planið kom 25 ára gam­all maður í leigu­bíl sem hinn Hrann­ar sagðist hafa átt í útistöðum við um nokkra hríð en maður­inn sem skot­inn var kannaðist ekki við þann ágrein­ing.

Konan í lífshættu eftir árásina

Fórn­ar­lambið var þarna komið til að hitta fyrr­ver­andi kær­ustu hins ákærða. Tók hún á móti hon­um við bíl­inn. Hrann­ar kallaði til fyrr­ver­andi kær­ustu sinn­ar.

Þar sem skugg­sýnt var úti sáu þau ekki hver það var sem kallaði og hóf maður­inn úr leigu­bíln­um göngu í átt að bíln­um.

Eft­ir nokkra metra gang skaut Hrannar tveim­ur skot­um af tæp­lega 40 metra færi úr farþega­sæti bíls­ins. Hann hæfði kon­una í kviðinn og mann­inn í lærið. Kon­an þurfti á bráðaaðgerð að halda og var í lífs­hættu um tíma að sögn lækn­is sem kom fyr­ir dóm­inn.

Hafi óvart skotið konuna

Fyr­ir dómi sagði Hrann­ar að árás­in hafi beinst af mann­in­um en kon­an hafi óvart verið skot­in. Hrann­ar sagði að þeir hafi verið í sitt­hvor­um vina­hópn­um og að átök hafi átt sér stað á milli hóp­anna.

Hrann­ar sagði aðspurður í aðalmeðferð að hann hefði ákveðið að kaupa byss­una í kjöl­far Rauðagerðismáls­ins svo­kallaða þar sem maður var myrt­ur fyr­ir utan heim­ili sitt með skot­vopni.

Hrann­ar hafði þegar áður játað á sig vopna­laga­brot og stór­fellda lík­ams­árás en hafnað því að hann hafi ætlað að drepa mann­inn og kon­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert