Eldur í íbúð í fjölbýlishúsi við Kóngsbakka

Frá vettvangi við Kóngsbakka í morgun.
Frá vettvangi við Kóngsbakka í morgun. mbl.is/Eyþór

Eldur kviknaði í íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Kóngsbakka í Breiðholti nú á níunda tímanum í morgun.

„Við erum tiltölulega nýkomnir á staðinn og vinna er hafinn við að slökkva eldinn,“ segir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segir að það sé töluverður eldur sé staðbundinn í einni íbúð í fjölbýlishúsinu en ekki var vitað hvort fólk hafi verið inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.

Uppfært klukkan 9:05

Búið er að slökkva eldinn í íbúðinni sem var staðbundinn við þessa einu íbúð og að sögn Lárusar er verið að reykræsta íbúðina og stigaganginn í fjölbýlishúsinu. Hann segir að enginn hafi verið inni í íbúðinni þegar tilkynning hafi borist um eldinn rétt eftir klukkan 8 í morgun. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu.

Búið er að slökkva eldinn í íbúðinni.
Búið er að slökkva eldinn í íbúðinni. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert