Fær 12 ár fyrir manndráp við Fjarðarkaup

Fjög­ur ung­menni voru ákærð í mál­inu, þar af þrír ung­ir …
Fjög­ur ung­menni voru ákærð í mál­inu, þar af þrír ung­ir menn fyr­ir að verða manninum að bana. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Nítján ára karlmaður var í dag dæmdur í 12 ára fangelsi í Landsrétti fyrir að stinga 27 ára mann frá Póllandi til bana á bifreiðastæði við verslunina Fjarðarkaup í apríl í fyrra.

Hann hafði áður fengið 10 ára dóm í héraði, en Landsréttur þyngdi dóminn. Var talið sannað að maðurinn hafi stungið þann sem fyrir árásinni varð alls sex sinnum, með þeim afleiðingum að fórnarlambið lést. 

Þrjú undir aldri

Fjög­ur ung­menni voru ákærð í mál­inu, þar af þrír ung­ir menn fyr­ir að verða manninum að bana. Var fórn­ar­lambið úr­sk­urðað látið á vett­vangi og vakti málið nokk­urn óhug.

Aðal árásarmaðurinn var 18 ára og fimm mánaða þegar hann varð Pólverjanum að bana. Tveir aðrir menn undir lögaldri voru í héraði dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Landsréttur þyngdi dóm þeirra í fjögur ár.

Dómur stúlkunnar mildaður

Sautján ára göm­ul stúlka hlaut tólf mánaða skil­orðsbund­inn dóm til fimm ára fyr­ir brot á hjálp­ar­skyldu, en hún tók árás­ina upp, í héraðsdómi.

Landsréttur mildaði dóm stúlkunnar í 6 mánaða skil­orðsbund­inn dóm til fimm ára. 

Eins og mbl.is greindi frá á sínum tíma þá náðist at­b­urðarás­in að miklu leyti á upp­töku í nokkr­um mis­mun­andi mynd­skeiðum. Virðast þau sýna það að upp­tök árás­ar­inn­ar hafi verið vegna meintr­ar 5.000 króna fíkni­efna­skuld­ar.

Fórn­ar­lambið var stungið sex sinn­um og lést af stungusári beint í hjartað. Alls liðu 8-9 mín­út­ur frá upp­hafi árás­ar og þar til fórn­ar­lambið lá í valn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert