„Fáir undirbúnir fyrir svona frí“

Starfsemi Jarðbaðanna á Mývatni hefur tekið breytingum síðustu daga sökum …
Starfsemi Jarðbaðanna á Mývatni hefur tekið breytingum síðustu daga sökum veðurs. mbl.is/Brynjólfur Löve

Flestum ferðamönnum er brugðið vegna veðursins sem hefur verið á Norðurlandi eystra síðustu daga. Þetta segir Margrét Hildur Egilsdóttir, starfsmaður á skrifstofu Jarðbaðanna á Mývatni. 

„Fólk er hissa og ég held að fáir hafi undirbúið sig fyrir svona frí,“ segir Margrét. 

Hún segir að þeir ferðamenn sem hafi komið í Jarðböðin séu almennt ekki fúl yfir ástandinu, þau sjái þetta sem nýja upplifun. 

Gular- og appelsínugular viðvaranir hafa verið viðvarandi á Norðurlandi eystra síðan á mánudagskvöld. 

Á myndinni má sjá hversu mikið hefur snjóað við Mývatn …
Á myndinni má sjá hversu mikið hefur snjóað við Mývatn síðustu daga. Ljósmynd/Karen Kristjánsdóttir

Sleppi því að koma ef þeir treysta sér ekki

Starfsemi Jarðbaðanna hefur tekið einhverjum breytingu síðustu daga vegna veðursins. Þau hafa þau ýmist þurft að loka heilan dag eða opnun hefur verið seinkað á meðan mesta óviðrið gengur yfir. 

Eitthvað hefur verið um afbókanir vegna þess að fólk er fast annarsstaðar á landinu eða vegna þess að fólk hefur ákveðið að breyta ferðum sínum sökum veðurfarsins.

Þá segir Margrét að þau hafi bent ferðalöngum á að sleppa því alfarið að koma ef þau treysti sér ekki til aksturs vegna veðurskilyrða. 

Mikil vinna hefur staðið yfir hjá starfsmönnum Jarðbaðanna við að moka bílastæði og afleggjara, enda mikil slabb þar og snjóþungt. Margrét segir að þau hafi ekki orðið vör við að ferðamenn séu að festast vegna snjókomu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert