FÍH skorar á stjórnvöld að takmarka aðgengi að áfengi

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Sigurður Bogi

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendu frá sér bréf í dag þar sem þau skora á alþingismenn og ráðherra að takmarka sölu á áfengi.

Þetta kemur kjölfar þess að verslanir á borð við Hagkaup og Heimkaup hafa hafið netsölu á áfengi, þar sem hægt er að versla áfengi utan opnunartíma ÁTVR. 

Brjóti á stjórnarsáttmálanum

Í bréfi FÍH er bent á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé kveðið á um að stuðla eigi að heilbrigðu samfélagi. Þá bendir félagið einnig á að reynsla annarra þjóða sýni að árangurríkasta leiðin til að draga úr notkun áfengis sé að takmarka aðgengi að vörunni.

Að mati félagsins brýtur aukið aðgengi að áfengi á stjórnarsáttmálanum og þeim lýðheilsusjónarmið sem sett hafa verið. 

„Féleg íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar,“ segir í bréfi FÍH. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert