Fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barni

Ásamt fimm ára fangelsisdómi var maðurinn dæmdur að greiða stúlkunni …
Ásamt fimm ára fangelsisdómi var maðurinn dæmdur að greiða stúlkunni 3.000.000 króna, auk vaxta, í miskabætur. Morgunblaðið/Hanna

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu miska­bóta fyr­ir að hafa nauðgað yngri syst­ur sam­búðar­konu sinn­ar í tvígang, mis­notað og áreitt hana kyn­ferðis­lega þegar hún var á aldr­in­um 11 til 18 ára.

Maðurinn hafði áður verið í dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna brotanna í Héraðsdómi Vestfjarða, en Landsréttur þyngdi refsingu mannsins. 

Ásamt fimm ára fangelsisdómi var maðurinn dæmdur að greiða stúlkunni 3 milljónir króna  auk vaxta í miskabætur.

Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað var óraskaður í Landsrétti. Manninum var gert að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnaðar málsins, sem nemur alls 2.311.475 krónum, þar með talið ¾ hluta málsvarnarlaunaskipaðs verjanda síns, og ¾ hluta þóknunarskipaðs réttargæslumanns brotaþola.

Að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaðurinn úr ríkissjóði.

Stúlkan 13 ára við fyrstu nauðgun mannsins

Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa þuklað á brjóstum stúlkunnar innanklæða og sett fingur í leggöng hennar þegar hún var 13 ára gömul. Atvikið átti sér stað sumarið 2016 í fellihýsi.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir sams konar brot í júlí 2017 á heimili stúlkunnar, sem var þá 14 ára gömul.

Nauðgun ósönnuð í þriðja atvikinu

Þá var maðurinn sakaður um nauðgun með því að hafa í febrúar 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, notfært sér að stúlkan var sofandi, þuklað á brjóstum hennar innanklæða og sett fingur inn í leggöng hennar en hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga.

Í dómi Landsréttar kemur fram að ósannað væri að maðurinn hefði sett fingur í leggöng stúlkunnar í þetta skiptið. 

Til grundvallar var breyttur framburður stúlkunnar fyrir Landsrétti en framburður mannsins hefði verið stöðugur og skýr um þetta atvik. Maðurinn sagðist hafa þuklað á brjóstum stúlkunnar utanklæða. 

Maðurinn var því sýknaður fyrir nauðgun fyrir þetta atvik en sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni.

Áreitti stúlkuna á Snapchat

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega á samskiptamiðlinum Snapchat frá árinu 2016 til ársins 2019.

Loks var hann sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í eitt skipti þuklað á brjóstum stúlkunnar utanklæða.

Lögð á bráðageðdeild

Í héraði var stuðst við framb­urð níu vitna í mál­inu, þar á meðal for­eldra og syst­ur brotaþola.

Í fe­brú­ar 2022 setti brotaþol­inn sam­an skjal þar sem hún lýsti reynslu sinni og sýndi hún syst­ur sinni skjalið, sem var sam­búðar­kona dæmda þegar brot­in voru fram­in.

Í kjöl­far þessa sagðist stúlkan hafa verið lögð inn á bráðageðdeild eft­ir að hafa reynt að taka eigið líf. Kvað hún sér líða bet­ur í dag en eiga þó við mik­inn kvíða að stríða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert