Gera nú ráð fyrir færri ferðamönnum

Ferðamenn við Sólfarið.
Ferðamenn við Sólfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðamálastofa hefur uppfært spá sína um fjölda ferðamanna sem áætlað er að muni koma til landsins á árunum 2024 til 2026. Uppfærð spá gerir ráð fyrir færri ferðamönnum en lagt var upp með í ársbyrjun. 

Í upphaf árs var gert ráð fyrir tæpum 2,5 milljónum ferðamanna til landsins í ár en í uppfærðri spá Ferðamálastofu er gert ráð fyrir tæplega 2,2 milljónum ferðamanna. Þróunin er svipuð árin 2025 og 2026 en í uppfærðri spá er gert ráð fyrir 350 til 400 þúsund færri ferðamönnum en spáð var í upphafi árs.  

Að mati Ferðamálastofu hefur áhugi ferðamanna byrjað að leita frekar til annarra Norðurlanda og þau nái að sinna betur markhópum sínum. Nauðsynlegt sé að taka tillit til þess að eldsumbrot á Reykjanesskaga auki óvissu ferðamanna hvort það þeir vilji koma til landsins.

Búist er við fjölgun ferðamanna árin 2025 og 2026, forsendur fyrir því er spá um hagvöxt í ríkjum OECD. Gangi spáin eftir munu ferðamenn á Íslandi verða orðnir álíka margir árið 2026 og árið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert