Gul viðvörun tekur gildi í kvöld

Gul viðvörun tekur gildi í kvöld.
Gul viðvörun tekur gildi í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tekur gildi í kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á miðhálendinu.

Þar er spáð norðvestan 10 til 15 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu, en rigning verður nærri sjávarmáli. Snjór getur sest á vegi, einkum fjallvegi, með erfiðum akstursskilyrðum eða jafnvel ófærð.

Í dag er annars spáð norðan 8 til 13 metrum á sekúndu. Dálítil rigning eða slydda verður á Norður- og Austurlandi og hiti á bilinu 2 til 6 stig. Léttir til sunnan heiða með 7 til 13 stiga hita. Í kvöld bætir í ofankomu norðantil á landinu.

Minnkandi norðanátt og úrkoma verður á morgun, 5-10 m/s eftir hádegi og lítilsháttar væta norðantil á landinu, en þurrt syðra. Hiti verður svipaður áfram.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert