„Held að hann sé hættur við“

Caribbean Princess.
Caribbean Princess. mynd/Guðbjartur Ásgeirsson

Skemmtiferðaskipið Caribbean Princess átti að leggjast við bryggju í Sundahöfn klukkan 11 í morgun en skipið hefur haldið til við Gróttu og virðist vera að bíða af sér veðrið.

„Skipið átti að fá fylgd frá lóðsbátnum klukkan 11 og koma inn til hafnar um klukkan 12. Það hefur verið hvasst og ég veit ekki hvað skipstjórinn ætlar að gera. Ég held að hann sé hættur við en það er hans að ákveða hvað hann geir. Vindinn hefur þó lægt töluvert og skipið ætti alveg að komast inn í höfnina þar sem vindurinn er undir viðmiðunarmörkum okkar,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna, í samtali við mbl.is

Til stóð að skipið héldi för sinni áfram frá Sundahöfn klukkan 22 í kvöld en umrætt skemmtiferðaskipið hefur komið til Reykjavíkur nokkrum sinnum áður.

Gísli segist ekki vita hvert förinni er næst heitið hjá Caribbean Princess en reiknar með því að skipið sigli til Akureyrar eða Ísafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert