Íbúðin í Kóngsbakka óíbúðarhæf eftir eldsvoða

mbl.is/Eyþór

Slökkvistarfi er lokið við Kóngsbakka í Breiðholti en þar kom upp eldur á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi laust eftir klukkan 8 í morgun.

„Við erum að pakka saman og lögreglan er tekin við vettvangi og rannsakar eldsupptök,“ segir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.

Að sögn Lárusar er íbúðin er óíbúðarhæf eftir eld og reyk. Þá þurfti að reykræsta stigagang fjölbýlishússins og við tekur að hreinsa hann.

Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en hann var staðbundinn í þessari einu íbúð.

Íbúðin á fyrstu hæð fjölbýlishússins við Kóngsbakka í Breiðholti skemmdist …
Íbúðin á fyrstu hæð fjölbýlishússins við Kóngsbakka í Breiðholti skemmdist mikið í eldsvoða í morgun. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert