Kjartan verður skipaður dómari í september

Kjartan Bjarni Björgvinsson.
Kjartan Bjarni Björgvinsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að Kjartan Bjarni Björgvinsson verði skipaður dómari við Landsrétt frá 1. september.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Kjartan Bjarni Björgvinsson lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002 og meistaraprófi í lögum frá London School of Economics and Political Science 2006. Að loknu embættisprófi starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og síðan sem aðstoðarmaður umboðsmanns 2006-2009. Á árunum 2009-2015 var hann aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn.

mbl.is greindi frá því í gær að Kjartan hefði verið metinn hæfastur af þeim sem sóttu um embætti landsréttardómara. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/06/06/kjartan_bjarni_metinn_haefastur_i_landsrett/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert