Lögreglan vekur athygli á nauðungarstjórnun

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarasvæðinu.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarasvæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu til að vekja athygli á nauðungarstjórnun í nánum samböndum.

Afleiðingar af nauðungarstjórnun geta verið alvarlegar og hefur lögreglan oft fengið slík mál til rannsóknar. 

Hvað er nauðungarstjórnun?

Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur stjórn yfir lífi annarrar manneskju. Þá ýmist með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf, að því er segir í tilkynningunni. 

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fræðsla um nauðungarstjórnun sé mikilvæg.

Búið er að gera sérstakt myndskeið um nauðungarstjórnun sem nú er aðgengilegt á heimsíðu og samfélagsmiðlum lögreglunnar. 

Einnig má nálgast myndskeiðið hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert