Ók út af vegi við Miklubraut

Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi.
Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bíl var ekið út af vegi við Miklubraut fyrir skömmu. Ekki er vitað hvort nokkurn hafi sakað en slökkviliðið hefur sent tvo sjúkraflutningabíla og einn dælubíl á vettvang.

Jón Kristinn Valson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Hann segir að slysið hafi átt sér stað á Miklubraut við aðreinina að Sæbraut.

Frekari upplýsingar gat varðstjórinn ekki veitt en slökkviliðið er enn á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert