Rithöfundar mótmæla lokunum bókasafna

Rithöfundasamband Íslands segir ákvörðunina verða samfélaginu dýrkeypt.
Rithöfundasamband Íslands segir ákvörðunina verða samfélaginu dýrkeypt. mbl.is/Sigurður Bogi

Rithöfundasamband Íslands mótmælir fyrirhuguðum sumarlokunum flestra útibúa Borgarbókasafnsins í sumar.

Þetta segir í ályktun frá stjórn sambandsins.

Sambandið bendir á að með lokunum skerðist nauðsynleg og lögbundin þjónusta við íbúa Reykjavíkur. Finnst þá stjórn sambandsins sérlega varasamt að loka bókasöfnunum á sama tíma og börn hafa ekki aðgang að bókasöfnum skólanna.

Verður samfélaginu dýrkeypt

Sambandið bendir á að kennarar hvetji foreldra til að viðhalda lestri barna sinna yfir sumartímann og því  ótækt að borgin, sem beri ábyrgð á grunnskólum og þar með lestrarkennslu sveitarfélagsins, loki bókasöfnum í hagræðingarskyni og hamli jafnframt barnafjölskyldum og öðrum lesendum nauðsynlegt aðgengi að lesefni yfir sumartímann.

Stjórn sambandsins segir einnig í að slík sparnaðarráðstöfun muni koma harðast niður á börnum í efnaminni fjölskyldum sem ekki hafa góðan aðgang að bókum heima.

Það muni vera samfélaginu dýrkeypt þegar upp er staðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert