Segja bruðlað með skattfé borgaranna

Byggja mætti brú fyrir þrjá milljarða í stað átta.
Byggja mætti brú fyrir þrjá milljarða í stað átta.

„Líkum má leiða að því að óþarfa flottheit við hönnun og byggingu brúa yfir Ölfusá og Fossvog kosti aukalega 11 til 12 milljarða. Það væri mikið hægt að gera í vega- og brúargerð fyrir þá upphæð. Alþingi getur að okkar mati ekki tekið þátt í þessu bruðli með skattfé borgaranna,“ segir í grein alþingismannanna Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Þar eru ýmsar fyrirhugaðar framkvæmdir í samgöngumálum harðlega gagnrýndar og segja þingmennirnir mörg hrópandi dæmi um að óhagkvæmar framkvæmdir séu í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Beina þingmennirnir m.a. spjótum sínum að fyrirhugaðri Fossvogsbrú.

„Brúin er mikilvægur hluti af uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en af hverju þarf hún að vera svokölluð „hönnunarbrú“ með verðmiða upp á a.m.k. 8 milljarða þegar hægt er að byggja fallega brú sem sinnir sínu hlutverki sómasamlega fyrir 3 milljarða? Hér má hafa í huga að upphafleg kostnaðarviðmið voru um 2,2 milljarðar,“ segja þingmennirnir.

Áætlaður kostnaður við fyrirhugaða nýja brú yfir Ölfusá er einnig gagnrýndur og hún sögð annað dæmi um óráðsíu.

„Þó erfitt hafi verið fyrir okkur að fá upplýsingar frá Vegagerðinni um uppfærðan áætlaðan kostnað við brúna þá sýnist okkur að verðmiðinn sé a.m.k. 10 milljarðar. Samkvæmt traustum upplýsingum frá reynslumiklum aðilum á þessu sviði er hægt að byggja brúna fyrir 3 til 3,5 milljarða sem er líka 2+2, þolir jarðskjálfta og þær klakabanda-aðstæður sem þarna geta skapast yfir vetrartímann. Þá yrðu byggðar tvær brýr út í eyjuna sem brúin á að fara yfir og vegstubbur lagður í eyjunni þeirra á milli.

Við spyrjum okkur, hver var það sem tók ákvörðun um að byggð skyldi hönnunarbrú, einhvers konar minnisvarði? Alþingi kom a.m.k. aldrei að þeirri ákvörðun. Íbúarnir kalla eftir skynsamlegri lausn sem tryggir þeim að brúin verði byggð á sem skemmstum tíma og að hagkvæmt verði að aka yfir hana. Hægt er að taka Borgarfjarðarbrú sem dæmi. Er einhver að kvarta yfir því að hún sé ekki nægilega falleg? Hún þjónar vel sínum tilgangi og enginn kvartar,“ segja þeir

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert