Bílvelta á Suðurlandi: Tvær fluttar með þyrlu

Fimm voru í fólksbílnum. Tvær konur voru fluttar á sjúkrahús.
Fimm voru í fólksbílnum. Tvær konur voru fluttar á sjúkrahús. mbl.is/Þorgeir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á Suðurland eftir að bíll valt nálægt Kirkjubæjarklaustri um kl. 20 í kvöld.

Fimm manns voru í bílnum en tvær konur voru fluttar með þyrlunni á Fossvogsspítala, hinir farþegarnir gengu út úr bílnum eftir að hann valt.

Þetta segir Frímann Baldursson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. 

Bíllinn er fólksbíll og hann valt af Suðurlandsvegi mitt á milli Skaftártunguvegar og Kirkjubæjarklausturs.

Þyrlan var ræst út sem öryggisráðstöfun, önnur konan var með áverka á höfði en ekki er vitað um áverka hinnar konunnar. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Miðað við lýsingar lögreglumannsins má gera ráð fyrir að bíllinn …
Miðað við lýsingar lögreglumannsins má gera ráð fyrir að bíllinn hafi oltið á þessum slóðum. map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert