Hraun fer að renna yfir Grindavíkurveg

Hraunið rennur að Grindavíkurvegi.
Hraunið rennur að Grindavíkurvegi. mbl.is/Eyþór Árnason

Það styttist í að hraun renni yfir Grindavíkurveg. Búið er að loka Bláa Lóninu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi.

Í morgun jókst framskriðið og er ljóst að hraunstraumurinn rennur ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert