Potturinn þrefaldur næsta laugardag

Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni.
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni. Ljósmynd/Colourbox

Potturinn í Lottó verður þrefaldur næsta laugardag þar sem fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lottó.

Þar segir að einn heppinn miðahafi hafi verið með bónusvinninginn og fær rúmar 570.000 krónur í vinning. Miðann keypti hann á vef lotto.is

Fimm miðahafar voru með 2. vinning í Jókernum og hver þeirra fær 100.000 krónur í sinn hlut. Einn miði var keyptur í Mini Martket í Reykjanesbæ, tveir í Lottó appinu og tveir á vef lotto.is, segir einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert