Vísir.is lá niðri: „Mannleg mistök“

Allir ferlar verða lagaðir í kjölfarið, að sögn ritstjóra Vísis.
Allir ferlar verða lagaðir í kjölfarið, að sögn ritstjóra Vísis. mbl.is/Hari

Vefur Vísis lá niðri í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund fyrr í dag vegna mannlegra mistaka við greiðslu á vefþjónagjaldi.

Þetta segir Erla Björg, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, í samtali við mbl.is. 

„Þetta eru mannlega mistök við greiðslu á vefþjóni,“ segir Erla.  Gerðist þetta eftir hádegi í dag en búið er að koma vefnum aftur í loftið.

Áskrift fjölmiðilsins að léni sínu rann út í dag, eins og sjá má á Isnic. Áskriftin hefur því ekki endurnýjast sjálfkrafa vegna téðra mannlegra mistaka.

„Það verða allir ferlar lagaðir í kjölfarið þannig þetta gerist aldrei aftur,“ segir Erla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert