Allt á kafi í snjó við Dettifoss

Mikill snjór er hjá Dettifossi og búið er að loka …
Mikill snjór er hjá Dettifossi og búið er að loka nyrðri útsýnisstaðnum vegna aðstæðna. Ljósmynd/Vatnajökulsþjóðgarður.

Búið er að loka nyrðri útsýnisstaðnum við Dettifoss þar mikill snjór er á stígum við fossinn.

Þetta segir í færslu Vatnajökulsþjóðgarðs á Facebook.

Mikil snjókoma hefur verið þar síðustu daga og í færslunni segir að aðstæður séu mjög krefjandi og það sé ekki fyrir hvern sem er að ganga að fossinum.

Mikill snjór er á stígum við Dettifoss.
Mikill snjór er á stígum við Dettifoss. Ljósmynd/Vatnajökulsþjóðgarður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert