Allt að 16 gráður fyrir norðan á miðvikudaginn

„Bráðum kemur betri tíð, með blóm í haga, sæta langa …
„Bráðum kemur betri tíð, með blóm í haga, sæta langa sumardaga.“ Styrmir Kári

„Snjórinn hverfur þá fljótt og bleytan frá honum niður í jarðveginn, gerir það að verkum að fljótt sprettur um leið og hlýnar og sólin lætur sjá sig. Umbreytingin gæti orðið undur skjót.“

Þetta segir í spá Einars Sveinbjörnssonar hjá Bliku í dag en þar segir að snjóinn fyrir norðan taki nú rólega upp, þrátt fyrir að enn sé sólarlítið. Þar sé svalt en alls ekki kalt.

Hret og kuldatíð hafa látið fyrir sér finna á Norðurlandinu og leikið íbúa og lífríki grátt síðan á mánudag.

„Bráðum kemur betri tíð“

„Bráðum kemur betri tíð, með blóm í haga, sæta langa sumardaga,“ skrifar Einar og vitnar þar að sjálfsögðu í ljóð Halldórs Laxness sem hann orti í klaustrinu Saint-Maurice de Clervaux í Lúxemborg síðla hausts 1922.

Ljóðlínan er óneitanlega viðeigandi en Blika spáir 16 gráðum í Varmahlíð á miðvikudag og spárit Veðurstofunnar fyrir Akureyri og Egilsstaði sýna glöggt hve hitinn rís eftir morgundaginn sem er

„Á þriðjudag mjakast hæðarhryggur í háloftunum inn yfir landið úr vestri. Snýst í suðlægan vind þarna uppi á miðvikudag og því fylgir aðstreymi af mildu lofti.“

Raunveruleg leiðindi eða blíðuveður

Þó þurfi að gefa lægðum hjá frændum okkar gaum en raunveruleg leiðindi séu sunnan lægðar á Bretlandseyjum, í Danmörku og Hollandi.

„Fylgjast þarf með köldu lægðunum á norðurhjaranum og hvort þær taki á rás í átt til okkar. Sú fyrir vestan Grænlands gæti „verpt eggi“ eða totu af svölu lofti. Henni er spáð yfir S-Grænland og fram hjá okkur.“

Þá sé sömuleiðis hæð við St. Lawrence Flóa sem gæti myndað vænlegan hrygg og gert sig gildandi um komandi helgi á okkar slóðum, þar á meðal á 17. júní. 

„Hugsanlega sem Grænlandshæð með ekki svo kaldri N-átt eða að hæðin nái austar og þá með blíðuveðri um mikinn hluta landsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert