Bláa lónið lokað til og með þriðjudeginum

Bláa lónið er lokað fram á þriðjudag samkvæmt tilmælum almannavarna.
Bláa lónið er lokað fram á þriðjudag samkvæmt tilmælum almannavarna. mbl.is/Árni Sæberg

Bláa Lónið er lokað til og með þriðjudeginum, 11. júní.

Í tilkynningu á vefsíðu lónsins er greint frá þessu en Grindavíkurvegi var lokað í gær vegna hraunflæðis. Hraun tók að flæða yfir veginn norðan varnargarðana við Svartsengi á ellefta tímanum í gærmorgun. 

Segir í tilkynningunni að Bláa lónið hafi nýtt tímabundnar lokanir vegna jarðhræringa á skaganum til að endurskoða viðbragðsáætlanir og bæta innviði svæðisins.  

„Undanfarna mánuði höfum við verið minnt á krafta náttúrunnar og þau áhrif sem þeir hafa óumflýjanlega á okkur öll.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert