Engar ákvarðanir um varnargarða teknar enn

Hraun rann yfir Grindavíkurveg í gær.
Hraun rann yfir Grindavíkurveg í gær. mbl.is/Hörður Kristleifsson

„Það er verið að skoða miðað við þessa nýju framþróun. En það hafa engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna, innt eftir stöðu mála við Grindavíkurveg.

Í samtali við mbl.is segir Hjördís það vera að hægja á þróun hraunflæðisins eins og er. Það geti því fljótt breyst og því ekki hægt að segja til um framhaldið.

„Það er okkur í hag akkúrat núna. En það er getur breyst hratt. En það virðist ekki vera að safnast saman í hrauntjörnum heldur virðist vera hægfljótandi framrás. Það er gott því þá getum við fylgst betur með hvernig þetta hagar sér,“ segir Hjördís. 

Spurð hvort það til standi að hækka varnargarðana svarar Hjördís að samtal um slíkar aðgerðir sé í gangi þó ekki sé hægt að fullyrða um neitt að svo stöddu.

„Það er allavega engin að bíða eftir mánudeginum, eða að það komi virkur vinnudagur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert