Myndir: Þurftu að breyta hlaupaleiðinni á síðustu stundu

Mótið gekk þó vonum framar og upp úr miðjum degi …
Mótið gekk þó vonum framar og upp úr miðjum degi á laugardag brast á sumarveður í Hveragerði. Samsett mynd/Magnús Stefán Magnússon

Hengill Ultra fór fram í 13. sinn um helgina í Hveragerði við krefjandi veðurskilyrði, en aldrei hafa fleiri verið skráðir í hlaupið en í ár. 

Skipuleggjendur þurftu að breyta hlaupaleið með stuttum fyrirvara vegna veðurs en mikill vindur gerði þátttakendum og skipuleggjendum erfitt fyrir á föstudag og hluta laugardags.

Mótið gekk þó vonum framar og upp úr miðjum degi á laugardag brast á sumarveður í Hveragerði þar sem keppendur gerðu vel við sig í mat og drykk í blíðskaparveðri að keppni lokinni.

Ljósmynd/Magnús Stefán Magnússon

Friðrik sigrað 106 km hlaupið

Alls mætti 1.301 keppandi til leiks en 1.425 skráðir voru skráðir til þátttöku þetta árið sem er metskráning. Voru alls 153 þátttakendur frá 32 löndum komnir til landsins til að taka þátt í hlaupinu  

Keppt er í mismunandi vegalengdum í Hengill Ultra: 5K, 10K, 26K, 53K og 106K.

Ljósmynd/Magnús Stefán Magnússon

Íslendingurinn Friðrik Benediktsson sigraði 106 km hlaupið í Hengil en hann kom í mark rétt fyrir 9:00 laugardagsmorgun á tímanum 14:36. Ester María Ólafs vann kvennaflokkinn.

Í öðru sæti karla var Senan Oesch frá Swiss en svo komu þeir Hrólfur Vilhjálmsson og Egill Trausti Ómarsson saman í mark og deila með sér 3. og 4. sætinu. Hlaupið hófst klukkan 18:00 á föstudagskvöld þegar 21 hlaupari hóf keppni en af þeim kláruðu 14 þátttakendur.

Ljósmynd/Magnús Stefán Magnússon

Grétar hafði betur gegn spánskum heiðursgest

Grétar Örn Guðmundsson sigraði Hengil Ultra 53 km á tímanum 04:28. Í öðru sæti var hinn spánski Chema Martínez fyrrum Evrópumeistari í 10.000 metra hlaupi sem var sérstakur heiðursgestur mótsins og í þriðja sæti var Egill Gunnarson.

Í kvennaflokki var það Sif Árnadóttir sem kom fyrst kvenna í mark á tímanum 05:16. Í öðru sæti var Helga Fabian frá Íslandi og í þriðja sæti var Noëmi Löw frá Sviss

Búi Steinn Kárason sigraði 26 km Hengil á tímanum 1:46 og á eftir honum kom Daninn Andreas Dam og í þriðja sæti var Atli Sveinbjörnsson.

Anna Berglind Pálmadóttir kom fyrst kvenna í mark. Steinunn Lilja Pétursdóttir varð í öðru sæti og í þriðja varð Hildur Aðalsteinsdóttir

Ljósmynd/Magnús Stefán Magnússon
Ljósmynd/Magnús Stefán Magnússon
Ljósmynd/Magnús Stefán Magnússon
Ljósmynd/Magnús Stefán Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert