Fjögur ár í kyrrstöðu „ansi langur tími“

Andrés Ingi Jónsson tók til máls á fundi Alþingis í …
Andrés Ingi Jónsson tók til máls á fundi Alþingis í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir fjögur ár af kyrrstöðu í aðgerðum varðandi loftslagsmál „ansi langan tíma“.

Gagnrýnir hann að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hafi ekki verið uppfærð frá árinu 2020. 

Þetta kom fram í máli þingmannsins á Alþingi fyrr í dag.

Frestur til uppfærslu brátt liðinn

Að sögn Andrésar hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ítrekað verið spurður hvers vegna ekki sé búið að uppfæra áætlunina á kjörtímabilinu. 

„Ný ríkisstjórn þarf ekkert endilega að gera þetta strax eftir kosningar, hún hefur samkvæmt lögum fjögur ár til að uppfæra áætlunina,“ segir Andrés vera það svar sem hann fékk.

„Sá fjögurra ára frestur rennur út eftir viku,“ bætir hann við.

Kveðst Andrés efast um að góðri áætlun verði skilað áður en sá frestur rennur út. Nefnir hann þá að ráðherra hafi ekki enn átt samráð við almenning eða náttúruverndarsamtök til að undirbúa það plagg. 

Guðlaugur Þór Þórðarson gegnir embætti umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson gegnir embætti umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert