Kaflaskil fram undan hjá VG

Spurð hvort forystufólk hreyfingarinnar hafi rætt sín á milli um …
Spurð hvort forystufólk hreyfingarinnar hafi rætt sín á milli um hver væri líklegur til að taka við formannssætinu svarar Jana Salóme neitandi. mbl.is

Enn er óvíst hvort einhver innan raða Vinstri grænna sé að íhuga framboð til formanns, segir Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varaformaður VG, í samtali við Morgunblaðið.

Spurð hvort forystufólk hreyfingarinnar hafi rætt sín á milli um hver væri líklegur til að taka við formannssætinu svarar Jana Salóme neitandi. Hún bætir við að allir séu bara að hugsa málið og máta sig við breyttar aðstæður.

Jana Salóme segist aðspurð telja að þingmenn og ráðherrar VG séu bjartsýnir um framhaldið. „Já ég held það, það er í raun og veru ekki annað hægt.“ Hún bætir við að núna verði að halda áfram og þá sé mikilvægt að fara í innri endurskoðun hreyfingarinnar.

Mikilvægt að taka samtalið

Spurð hvað muni fylgja nýjum kafla VG segir Jana það fyrst og fremst vera ný forysta, þar sem Katrín Jakobsdóttir hefur verið í forystu flokksins síðustu 20 árin en nú séu breyttir tímar og þeim fylgi breyttar áherslur. „Það koma væntanlega nýjar áherslur með nýrri forystu,“ segir Jana.

„Ég held það sé nauðsynlegt að eiga samtal við félaga í hreyfingunni um hvað fólk vill sjá að verði lagt áherslu á,“ segir Jana, en hún býst fastlega við því að landsfundurinn, sem verður haldinn helgina 4.-6. október, verði í Reykjavík.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert