Mikil ásókn hefur skapað biðtíma

Biðin eftir að taka verklegt próf hefur lengst.
Biðin eftir að taka verklegt próf hefur lengst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil ásókn hefur verið í meiraprófið hjá ökuskólum og í kjölfarið hefur biðtími eftir því að taka verklega prófið hjá Frumherja lengst mikið.

Að sögn Orra Vignis Hlöðverssonar forstjóra Frumherja er ásóknin í meiraprófið mest á sumrin, sem hefur þá valdið lengri biðtíma.

Hann segir að heilt yfir ríki sátt um þjónustustigið hjá Frumherja þótt oft sé mikið að gera og mikið álag á kerfinu, þá sérstaklega á þessum tíma árs.

„Þegar mest er að gera, eins og ávallt á þessum tíma, þá höfum við brugðist við óskum skólanna um aukadaga eftir fremstu getu,“ segir Orri.

Biðlistar mislangir eftir skólum

Í svari frá Orra segir að verklagið við framkvæmd verklegra meiraprófa sé þannig að hver ökuskóli eigi sína daga hjá Frumherja þar sem hægt er að taka prófið og ökuskólarnir sjái sjálfir um að raða nemendum sínum á þá daga.

Frumherji hafi því ekki fulla yfirsýn yfir biðlista hvers og eins ökuskóla og geti þeir verið mislangir eftir umfangi starfsemi skólanna.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert