Rannsókn enn í fullum gangi

Kyn­ferðis­brotið er sagt hafa átt sé stað um borð í …
Kyn­ferðis­brotið er sagt hafa átt sé stað um borð í græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, en lögregla hefur ekki viljað staðfesta þessi tengsl. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rannsókn á kynferðisbroti í Hafnarfirði á laugardag er enn í fullum gangi og gengur ágætlega, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.

Kyn­ferðis­brotið er sagt hafa átt sé stað um borð í græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, en lögregla hefur ekki viljað staðfesta þessi tengsl.

Lögregla getur lítið sagt

Þrír voru handteknir vegna málsins en þeim hefur öllum verið sleppt, að því er Grímur segir í samtali við mbl.is. Hann gat lítið annað tjáð sig um málið á þessu stigi.

„Almennt séð er það þannig með kynferðisbrotamál að þau eru ekkert endilega til umfjöllunar á rannsóknarstigi. Þegar og ef að það er gefin út ákæra, þá er það náttúrulega opinbert,“ segir Grímur.

Óvíst er hvenær og hvort ákæra gæti verið gefin út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert