Umsóknum fjölgaði um 200% í ár

Síðast var aðsóknarmet slegið við háskólann árið 2020.
Síðast var aðsóknarmet slegið við háskólann árið 2020. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Nýtt aðsóknarmet var slegið við Háskólann á Bifröst þegar umsóknarfrestur rann út síðastliðinn fimmtudag. Alls höfðu þá borist tæplega 1.460 umsóknir og jókst aðsókn um nærri 200% milli ára.

Síðast var aðsóknarmet slegið við háskólann árið 2020, en þá höfðu borist liðlega 875 umsóknir er umsóknarfresturinn rann út.

Þá eru skráningar á námslínur á borð við viðskiptafræði og viðskiptalögfræði um þrisvar sinnum fleiri en í fyrra, en þær eru meðal vinsælustu námsleiðanna.

Hinn 2. mars síðastliðinn voru skólagjöld felld niður við Háskólann á Bifröst og tekið var upp í þeirra stað skráningargjald eins og tíðkast hjá opinberu háskólunum.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert