Vegkafla lokað vegna framkvæmda

Framkvæmdum við Reykjanesbraut ætti að ljúka um kl. 01:00 aðfaranótt …
Framkvæmdum við Reykjanesbraut ætti að ljúka um kl. 01:00 aðfaranótt þriðjudags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með betra veðri koma malbikunarframkvæmdir og stefnt er nú á að fræsa og malbika 310 metra kafla vinstri akreinar Reykjanesbrautar, á milli gatnamóta við Fjarðarhraun og Kauptún, frá klukkan 19 í kvöld til kl. 1 eftir miðnætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hámarkshraði hjá framkvæmdasvæðinu verður lækkaður, akreininni lokað og viðeigandi hjáleiðir til staðar.

Þá er einnig stefnt að því að fræsa og malbika Fjarðarhraun við Hafnarfjarðarveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20 í kvöld og standi til kl. 4 í nótt.

„Fjarðarhraun verður lokað til suðurs frá Hafnarfjarðarvegi ásamt beygjuakrein inn á Hafnarfjarðarveg. Hafnarfjarðarvegur verður þrengdur í eina akrein framhjá framkvæmdasvæðinu,“ segir í tilkynningunni.

Jafnframt eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða merkingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert