Vill halda í eldri leiðsagnarbúnað

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þróunina áhyggjuefni.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þróunina áhyggjuefni. Ljósmynd/Íslendingur.is

Flugleiðsagnarkerfi verða í auknum mæli fyrir truflunum og fölsunum í gegnum merki gervitungla eftir að stríðið í Úkraínu hófst.

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þróunina áhyggjuefni og hvetur menn til þess að halda í eldri búnað sem verði síður fyrir áhrifum af truflunum og fölsunum:

„Við sjáum það sérstaklega, á allra síðustu árum og þá sérstaklega í þeim Evrópuríkjum sem eiga landamæri að Rússlandi, að þessi mál eru að þróast á verri veg,“ segir Njáll Trausti sem hefur starfað við flugumferðarstjórn síðustu þrjá áratugi.

Að hans mati fer vægi eldri búnaðar minnkandi, en hann telur að halda þurfi í búnaðinn þar til ný tækni geti leyst vandann.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert