Brutu rúður í þremur lögreglubifreiðum

Búið er að brjóta hliðarrúður í þremur bifreiðum lögreglu þar …
Búið er að brjóta hliðarrúður í þremur bifreiðum lögreglu þar sem þeim var lagt í bifreiðastæði fyrir aftan Brekkustíg 39 í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Skemmdarverk hafa verið unnin á tækjum lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarnar nætur, að því er lögreglan tilkynnir um á Facebook.

Búið er að brjóta hliðarrúður í þremur bifreiðum lögreglu þar sem þeim var lagt í bifreiðastæði fyrir aftan Brekkustíg 39 í Reykjanesbæ. 

„Ef einhver hefur upplýsingar um málið þá má hinn sami endilega vera í sambandi við okkur,“ segir í tilkynningu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert