Segir engan úr Polar Nanoq grunaðan um kynferðisbrot

Polar Nanoq. Mynd úr safni.
Polar Nanoq. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Útgerðarstjóri Sigguk A/S segir fregnir af meintu kynferðisbroti skipverja Polar Nanoq, sem sagt var frá í ríkisútvarpinu um liðna helgi, vera rangar.

Þess í stað segir útgerðarstjórinn Frans Heilmann í samtali við grænlenska miðilinn Sermitsiaq að málið snúist um tilkynningu til lögreglu vegna innbrots um borð í togarann.

Polar Nanoq lagði úr höfn frá Íslandi í gær og að sögn Heilmann voru allir skipverjar um borð. Segir hann að enginn þeirra liggi undir grun um kynferðisbrot.

Að sögn Heilmann hefur málið verið fjölskyldum áhafnarinnar þungbært og að óskiljanlegt sé hvernig ásakanirnar komust á kreik.

Lögreglan með mál til rannsóknar

„Við vitum ekki hvernig svona villandi saga fór af stað. Þetta snýst um tilkynningu til lögreglu um innbrot í Polar Nanoq,“ segir Heilmann.

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, staðfest­i við mbl.is á laugardag að lög­regl­an væri með mál til rann­sókn­ar vegna gruns um kyn­ferðis­brot en vildi ekki tjá sig um það hvort að það tengd­ist skip­verja á Pol­ar Nanoq.

Hann kvaðst í samtali við mbl.is í dag ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert