Umsóknum um vernd snarfækkar

Alls voru umsóknir um vernd 936 talsins janúar til maí …
Alls voru umsóknir um vernd 936 talsins janúar til maí í ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nær helmingssamdráttur var á umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi fyrstu fimm mánuði ársins, sem nemur mánaðarlegu meðaltali umsókna um vernd í fyrra.

Alls voru umsóknir um vernd 936 talsins janúar til maí í ár, en voru alls 4.159 allt árið í fyrra, sem jafngildir 1.735 umsóknum fyrstu fimm mánuði það ár sem gerir samdrátt upp á 46%.

Þetta kemur fram í nýbirtri tölfræði Útlendingastofnunar.

135 hlotið vernd

Á sama tímabili hafa 135 einstaklingar hlotið vernd en 663 synjun eftir efnislega meðferð stofnunarinnar á umsóknunum.

Flestir þeirra sem synjað hefur verið um vernd eftir efnislega meðferð komu hingað frá Venesúela, en þeir voru 537 talsins. Næstflestir komu frá Sómalíu, 42, þá fengu 22 umsækjendur frá Nígeríu synjun, 15 Írakar og 11 einstaklingar frá Perú, svo fjölmennustu hóparnir séu nefndir.

Umfjöllunina má finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert