Sameyki skrifar undir kjarasamning við ríkið

Kjarasamningur undirritaður.
Kjarasamningur undirritaður. Ljósmynd/Aðsend

Samninganefndir ríkisins og Sameykis gengu frá samkomulagi um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs í kvöld.

Kemur þetta fram í tilkynningu Sameykis.

Þar segir að gildistími samningsins sé til fjögurra ára, frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Kjarasamningurinn er gerður í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í mars.

Segir í tilkynningunni að nú hefjist vinna við að útbúa kynningarefni um kjarasamninginn og að kynningarfundur verði auglýstur á næstu dögum.

Þjónar 14 þúsund félagsmönnum

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu varð til við sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu þann 26. janúar 2019. 

Félagið þjónar rúmlega 14 þúsund félagsmönnum um land allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert