Bongóblíða á Norðurlandi

Hitaspá klukkan 12 í dag.
Hitaspá klukkan 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Besta veðrið á landinu í dag verður á Norðurlandi en þar getur hitinn náð allt að 20 stigum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að í dag verði austan og suðaustanátt 8-15 m/s sunnanlands en annars hægri.

Það verður rigning með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina.  Í kvöld og nótt á að drag hægt úr vindi og úrkomu. Hitinn verður á bilinu 10-19 stig og verður hlýjast norðantil.

Á morgun er spáð austlægri átt 3-10 m/s og björtu veðri um mest allt land en skýjað með köflum vestanlands. Líkur eru á þoku við sjávarsíðuna fyrir norðan og austan. Áfram verður hlýtt í veðri, 11-18 stig, hlýjast inn til landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert