Eldur kviknaði í kofa við Hafravatn

Eldur kviknaði í kofa.
Eldur kviknaði í kofa. mbl.is/Eyþór

Eldur kviknaði í kofa við Hafravatn rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Eilítil hætta var á gróðureldi og var dælubíll sendur á vettvang.

Þetta staðfestir Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Þorsteinn segir slökkvistarfið hafa gengið vel og viðbragðsaðilar hafi verið um klukkustund á svæðinu.

„Það var smá hætta á að þetta bærist í einhvern nærliggjandi gróður þannig við höfðum svona varann á. Þess vegna tókum við þennan tankbíl með okkur til að tryggja að við hefðum nægt vatn. Svo gekk bara vel að slökkva þetta og þetta blessaðist allt saman,“ segir Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert