Gasmengun berst yfir Bláa lónið

Spá veðurvaktar Veðurstofunnar um gasdreifingu frá klukkan 6 í morgun …
Spá veðurvaktar Veðurstofunnar um gasdreifingu frá klukkan 6 í morgun til klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Í nótt var suðaustanátt og blés gasmengun af eldgosinu í Sundhnúkagígum til norðvesturs yfir Reykjanesbæ. 

Í dag er spáð austlægari áttum og er áætlað að gas berist vestur af Reykjanesi, að því er segir í gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands.

Tekið er fram að talsverð óvissa sé með magn gastegunda frá gosstöðvunum.

Rautt á mælum UST

Loftgæðamælir Umhverfisstofnunnar við Bláa lónið sýnir rautt á vef stofnunarinnar. 

Taka skal fram að mælistöðvar Um­hverf­is­stofn­un­ar mæla ekki all­ar þá meng­un sem um ræðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert