Loka svæðinu við Dettifoss vegna mikils vatnselgs

Mynd úr safni. Ferðamenn við Dettifoss.
Mynd úr safni. Ferðamenn við Dettifoss.

Ákvörðun hefur verið tekin um að loka svæðinu við Dettifoss að vestan tímabundið vegna mikils vatnselgs.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vatnajökulsþjóðgarðs í dag.

Dettifossvegur (886) er því lokaður frá vegamótum við 862. Óvíst er hvenær hægt verður að opna svæðið á ný en hægt er að fylgjast með stöðu mála hér og á vegagerdin.is

Greindi mbl.is í gær frá áhyggjum leiðsögumanns á svæðinu sem taldi öruggast að loka svæðinu þar sem mikill snjór hafði safnast þar upp og var tekinn að bráðna. 

Mikill krapi myndaðist því á stígum og er víða er ótraust að ganga á snjónum þar sem holrými hefur skapast undir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert