„Veitingareksturinn allur að lifna við“

Sölvi Snær Magnússon, eigandi The Laundromat Café.
Sölvi Snær Magnússon, eigandi The Laundromat Café. mbl.is/Vallý

„Veitingareksturinn er allur að lifna við og ferðamennirnir eru að skila sér í hús núna,“ segir Sölvi Snær Magnússon, eigandi The Laundromat Café.

Spurður hvort munur sé á fjölda ferðamanna sem sækja Laundromat núna og síðustu ár segir hann fjöldann vera svipaðan og síðustu ár.

„Við erum náttúrulega í miðbænum þannig að þetta er aðeins öðruvísi en kannski á Austurlandi og Norðurlandi,“ segir Sölvi.

Túristarnir haldi veitingastöðunum gangandi

„Það streymir inn fólk og staðurinn er fullur,“ segir Sölvi og bendir yfir veitingasalinn sem er fullur af ferðamönnum.

Að sögn Sölva er mikil aðsókn á Laundromat fyrri hluta dags, þar sem fólk sækist mikið í bröns. 

„Túristarnir halda svolítið veitingastöðunum gangandi í miðbænum á virku dögunum og svo koma Íslendingarnir um helgar; fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga,“ segir Sölvi spurður hvort ferðamenn séu í meirihluta þeirra sem koma á Laundromat.

„Án túrista væri veitingaflóran fátækari í miðbænum,“ segir Sölvi glaður í bragði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert