Auknar líkur á gosmóðu

Gasdreifingarspá Veðurstofunnar frá klukkan 14 til 20 í dag.
Gasdreifingarspá Veðurstofunnar frá klukkan 14 til 20 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag er spáð austlægri átt og gas frá eldgosinu í Sundhnúkagígum berst vestur yfir Bláa lónið og þaðan yfir Reykjanes.

Seint í dag verður breytileg átt og er útlit fyrir að gasið dreifist víða um Reykjanes og yfir höfuðborgarsvæðið, að því er segir í gasdreifingarspá Veðurstofunnar. Auknar líkur verða þá á gosmóðu.

Tekið er fram að talsverð óvissa sé með magn gastegunda frá gosstöðvunum.

Hægt er að fylgjast með gasmengun í rauntíma á vefnum loftgaedi.is.

Útlir er fyrir að gasmengun berist yfir höfuðborgarsvæðið seint í …
Útlir er fyrir að gasmengun berist yfir höfuðborgarsvæðið seint í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert