Búið að opna Bláa lónið á nýjan leik

Bláa Lónið hefur hafið starfsemi að nýju að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en þar segir að á starfssvæði Bláa lónsins sé þéttriðið net gasmæla. Þá er veðurstöð staðsett á einni byggingu Bláa lónsins.

Uppfært hættumatskort Veðurstofu Íslands.
Uppfært hættumatskort Veðurstofu Íslands. Kort/Veðurstofa Íslands

„Eftirlit og viðbragð við hugsanlegri gasmengun er nú með allt öðrum hætti en áður hefur verið á starfssvæði Bláa Lónsins. Öryggisfulltrúi á vegum fyrirtækisins situr daglega morgunfundi aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar. Fylgjast þarf með opnunartímum á heimasíðu fyrirtækisins. Þar getur þurft að rýma með skömmum fyrirvara,“ segir í tilkynningunni.

Umferð til og frá Bláa Lóninu eru um Nesveg og Bláalónsveg.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert