Festi sig í skúlptúr

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær oft óvenjuleg útköll.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær oft óvenjuleg útköll. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær oft verkefni sem er ólík öðrum eins og þegar fólk kemur sér í hin ólíklegustu vandræði.

Á facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir frá því að stúlkunni á myndinni hafi tekist að festa sig í skúlptúr sem er staðsettur í vesturborginni. Ekki er vitað hvernig það atvikaðist en áhöfn á dælubíl slökkviliðsins í Skógahlíð fór á staðinn og losaði stúlkuna sem varð ekki meint af.

Eins og jafnan var í nógu að snúast hjá slökkviliðinu síðasta sólarhringinn en það fór í 104 útköll og þar af voru 15 í forgangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert