Myglan hefur áhrif á verð og sölu

Fyrrum höfuðstöðvar Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68.
Fyrrum höfuðstöðvar Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68. Ljósmynd/Landsvirkjun

Hvorki eru áhugasamir kaupendur né verðviðmið ljós þegar kemur að sölu á fyrr­um höfuðstöðvum Landsvirkjunar að Háa­leit­is­braut 68 í Reykja­vík.

Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar í samtali við mbl.is

Í tilkynningu frá Landsvirkjun í morgun kom fram að ákveðið hefði verið að selja höfuðstöðvar fyrirtækisins til tæplega hálfrar aldar.

Eiga eftir að ákveða verð

„Þetta eru bara fyrstu skrefin og við eigum alveg eftir að ákveða hvernig sölunni verður háttað og hvert verðið verður. Það greindist þarna mygla sem hefur áhrif,“ segir Ragnhildur.

Spurð hvort Landsvirkjun sé komin í samband við áhugasama kaupendur á fyrrum höfuðstöðvunum, svarar hún því neitandi og segir að það sé ekki komið neitt áleiðis.

„Það þarf að skoða hvort það sé mygla í húsinu, við höfum ekki verið þarna inni núna í einhverja mánuði og ég reikna fastlega með því að þeir sem hafi áhuga muni gera ítarlega úttekt á þessu húsi áður en það er ráðist í einhverjar framkvæmdir eða kaup,“ segir Ragnhildur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert