3.300 MW í vinnslu fyrir vindorkuna

Franska orkufyrirtækið Qair er eitt þeirra fyrirtækja sem þróa nú …
Franska orkufyrirtækið Qair er eitt þeirra fyrirtækja sem þróa nú og undirbúa vindorkugarða víða um land. mbl.is/RAX

Fyrir verkefnastjórn rammaáætlunar liggja nú 30 umsóknir um vindorkugarða. Samanlögð fyrirhuguð orkuvinnslugeta garðanna er um 3.300 MW. Búið er að samþykkja tvo á vegum Landsvirkjunar, við Búrfell og Blöndu, sem munu skila 220 MW.

Franska orkufyrirtækið Qair er eitt þeirra fyrirtækja sem þróa nú og undirbúa vindorkugarða víða um land.

Lögð er áhersla á svæði sem eru örugg gagnvart eldsumbrotum en meira en helmingur orkubúskapar landsins er á Reykjaneshryggnum og á Þjórsár-Tungnaársvæðinu.

Umsóknarferlið er seinlegt og fyrirtækið bíður nú afgreiðslu rammaáætlunar um að eitthvað af þeim svæðum sem þeir eru með í þróun komist í nýtingarflokk.

Þjóðaröryggismál

Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Qair Ísland, segir að horfa verði til virkjunarkosta á öruggari landsvæðum og fljótlegasta leiðin sé sú að hleypa vindorkunni að.

„Svo ég tali hreint út: Af hverju vill fólk friða vatnsföllin í Skagafirði þar sem ekki er eldvirkni? Af hverju nýtum við ekki orkukostina utan eldvirka beltisins?

Við þekkjum virkjunarsögu Kröflu og eldsumbrotanna þar. Nú erum við stödd í stöðugum eldgosum á Reykjanesi. Það er þjóðaröryggismál að heimila virkjanir utan þeirra svæða sem við nú treystum á.“

Tillaga til ráðherra í haust

Jón Geir Pétursson, formaður verk­efnisstjórnar rammaáætlunar, segir að umsókn um leyfi fyrir vindorkugarða hefjist með því að sótt er um til Orkustofnunar, sem skilgreinir umsóknina og setur fram gagnkröfur.

Verkefnisstjórnin meti nú 10 vindorkukosti og geri ráð fyrir því að skila tillögu til ráðherra í ágúst eða september.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert