Búið að ná tökum á eldinum

Frá aðgerðum slökkviliðs við Kringluna í kvöld.
Frá aðgerðum slökkviliðs við Kringluna í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að búið sé að ná tökum á eldinum í þaki Kringlunnar.

Þar sem eldurinn var, í austurhluta verslunarmiðstöðvarinnar, er slökkviliðið nú byrjað að dæla vatni að þakplötunni.

Verið er að reyna að koma í veg fyrir að meira vatn leki inn í Kringluna sjálfa, en töluvert vatn er á gólfinu, að sögn Jóns Viðars. Þá liggur enn reykjarslæða inni í byggingunni. 

Eldurinn kviknaði síðdegis í dag.
Eldurinn kviknaði síðdegis í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búðareigendum hleypt inn

„Við hvetjum búðareigendur ef þeir vilja vitja um búðir sínar að koma vestan megin að Kringlunni,“ segir hann en þar hleypir slökkvilið eigendum inn til þess að meta ástandið.

Má þá segja að það sé búið að slökkva eldinn?

„Já, það má eiginlega segja það. Það eru einhver smá hreiður sem við erum að taka, en að megninu til erum við búinn að ná utan um það,“ segir Jón Viðar. 

Slökkvilið verður áfram að störfum fram eftir kvöldi. 

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær Kringlan opni aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert