Eldur kviknaði í raðhúsi í Breiðholti

Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang.
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. mbl.is/Eyþór

Eldur kviknaði í kjallaraíbúð raðhúss í Breiðholti í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang var búið að slökkva eldinn.

„Þetta var um áttaleytið í gærkvöldi. Það kviknaði í viftu við eldamennsku. Það var búið að slökkva þegar við komum á staðinn. Við þurftum bara að reykræsta,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Það tók slökkviliðið um um 20 mínútur að reykræsta húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert