Bifreið valt ofan í skurð: Betur fór en á horfðist

Bifreiðin er illa farin, eins og sjá má.
Bifreiðin er illa farin, eins og sjá má. mbl.is/Þorgeir

Snemma í morgun valt bifreið við bæinn Hesjuvelli ofan Akureyrar. Hafnaði bifreiðin á hvolfi ofan í djúpum skurði. 

Betur fór en á horfðist, að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Útlit er fyrir að bíllinn sé gjörónýtur en engin slys urðu á fólki.

mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert