„Lyktaði eins og öskubakki“

Joe and the Juice í Kringlunni í dag.
Joe and the Juice í Kringlunni í dag. mbl.is/Drífa

Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Joe & the Juice, segir að talsverðar skemmdir séu vegna vatns og reyks á staðnum í Kringlunni eftir brunann þar í gær.

„Það virðast margir hafa lent verr í því en við en það á eftir að meta tjónið hjá okkur og tryggingafélagið mun gera það,“ segir Magnús við mbl.is.

Hann segir að það séu skemmdir á gólfefni veitingastaðarins enda hafi flætt töluvert vatn inn og að einhver tæki séu dottin út. Þá segir hann að töluvert af varningi staðarins hafi skemmst vegna reyks.

„Ég lyktaði eins og öskubakki eftir að hafa farið þarna inn í dag,“ segir Magnús, sem vonast til að geta opnað staðinn á þriðjudaginn eða síðar í vikunni. Hann segir að starfsmenn Joe & the Juice séu á leið í Kringluna í hreinsunarstarf.

Kringlan er lokuð í dag og á morgun en stefnt er að opnum verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudaginn.

Slökkviliðsmenn að störfum í Kringlunni í gær.
Slökkviliðsmenn að störfum í Kringlunni í gær. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert